Hríseyjarhátíð
Óvissuferð 18 ára og eldri
kl. 22.00
Árleg óvissuferð Hríseyjarhátíðarinnar verður haldin í stæl föstudaginn 12. júlí kl. 22:00!
Þemað í ár er PÖNK, ræflararokk, paunkrokk eða hvað sem þú vilt kalla það - andfélagslegi klæðnaðurinn sem einkenndi 8. áratuginn verður í hávegum hafður og verðlaun veitt fyrir bestu múnderinguna.
Skráning og miðasala verður frá kl. 21 á hátíðarsvæðinu en óvissuferðin mun hefjast þar.
18 ára aldurstakmark og miðaverð er 5.000 kr.
Drykkir í boði á staðnum