Wave Guesthouse opnar gistingu í Öldu
Hjónin Teitur Björgvinsson og Theodóra Kristjánsdóttir hafa opnað gistingu í Öldu, gamla prestbústaðnum að Austurvegi 9 í Hrísey.
Wave Guesthouse býður upp á gistingu í 4 tveggja manna herbergjum með uppábúnum rúmum. Allur almennur búnaður er til staðar. Sameiginleg snyrting, setustofa og eldhús.
Húsið var áður prestssetur Hríseyinga og var byggt árið 1935 af Hreini Pálssyni. Nýlega var farið í breytingar og húsið fékk andlitslyfingu þegar ákveðið var að opna gistingu í húsinu. Þar sem eigendurnir hafa tengingu við sjó og sjómennsku var ákveðið að hafa sjávar- og sjómannsþema í Wave Guesthouse.
Nánari upplýsingar má finna á waveguesthouse.is eða með tölvupósti á info@waveguesthouse.com