Wave Guesthouse opnar gistingu í Öldu

Hjónin Teitur Björgvinsson og Theodóra Kristjánsdóttir hafa opnað gistingu í Öldu, gamla prestbústaðnum að Austurvegi 9 í Hrísey. 

Wave Guesthouse býður upp á gistingu í 4 tveggja manna herbergjum með uppábúnum rúmum. Allur almennur búnaður er til staðar. Sameiginleg snyrting, setustofa og eldhús.

​Húsið var áður prestssetur Hríseyinga og var byggt árið 1935 af Hreini Pálssyni. Nýlega var farið í breytingar og húsið fékk andlitslyfingu þegar ákveðið var að opna gistingu í húsinu. Þar sem eigendurnir hafa tengingu við sjó og sjómennsku var ákveðið að hafa sjávar- og sjómannsþema í Wave Guesthouse.

Nánari upplýsingar má finna á waveguesthouse.is eða með tölvupósti á info@waveguesthouse.com