Verbúðin 66 – nýr veitingastaður í Hrísey
24.03.2016
Í dag opnaði nýr veitingastaður í Hrísey, Verbúðin 66. Stofnendur og eigendur eru hjónin Linda María Ásgeirsdóttir og Ómar Hlynsson.
Þau hjónin stofnuðu nýverið Háey ehf. sem mun annast rekstur Verbúðarinnar 66 sem er til húsa að Sjávargötu 2.
Mikið verður um að vera yfir páskana en nánar má lesa um páskadagskrá, páskamatseðil og opnunartíma á upplýsingasíðu Verbúðarinnar 66.
Að sögn Lindu Maríu er stefnt að opnun um helgar í apríl en sumaropnun verður auglýst þegar nær dregur sumri.
Óskum við Lindu og Ómari til hamingju með framtakið.