Vel heppnaður dagur

   Í gær laugardag 29. september mættu 85 manns fyrir utan Brekku og gæddu sér á grilluðum pylsum, hamborgurum og gosi í góðu veðri.  


Ómar Hlyns spilaði og söng.  Markaðsráð afhenti gjafir til Aðalsteins Bergal fyrir framúrskarandi þjónustu við ferðamenn sem nýttu sér vagnferðirnar í sumar, og til Ásgeirs Halldórssonar fyrir að vera hafa lokið ætlunarverki sínu með Hákarlasafnið sem mun án efa auka ferðamannastrauminn hér í eynni.  Og það er einmitt eitt af markmiðum Markaðsráðisins. Fullur vagn var í vitaferðinni og góð stemming í bíóinu í Sæborg sem var fyrr um daginn. Það má því segja að tilgangi okkar í Markaðsráðinu, með þennan dag hafi náðst og vonandi eigum við eftir að upplifa fleiri svona daga hér í Hrísey.

Myndir hér