Veitingahúsið BREKKA opnar formlega 10. júní

Brekka Hrísey
Brekka Hrísey
Nýir rekstraraðilar hafa tekið við umsjón og rekstri Brekku veitingahúss en þau eru: Sigrún Sigurðardóttir framkvæmdastjóri, Guðmundur Valdested matgerðarmeistari, Kristinn Ægisson og Sigurður G. Sigurðsson. 
Foropnun var um Hvítasunnuhelgina og voru móttökurnar í einu orði sagt frábærar og eru eigendur mjög þakklát fyrir það hlýja viðmót sem þau hafa mætt á þessari yndislegu og einstöku eyju.
Vefsíðan  er komin í loftið og er á slóðinni: http://www.brekkahrisey.is
Brekka opnar formlega í dag 10. júní klukkan 12:00 og opnar þá kaffihús Brekku með heimabakstri, súpu og fiskrétti dagsins.
Reynt verður að hafa opið flesta daga vikunnar þó verður lokað mánudaginn 13. Júní.

Fiskhlaðborðiðsem svo sannarlega hefur slegið í gegn verður í boði alla sjómannadagshelgina.
Kaffihúsið opnar klukkan 12:00 alla daga.
Fiskihlaðborð:
Föstudaginn 10. júní kl: 20:00
Laugardaginn 11. júní kl: 20:00 – Fullbókað 
Sunnudaginn 12. júní kl: 19:00
Bókanir á brekka@brekkahrisey.is og síma 848 1763