Samæfing björgunarsveita í Hrísey

Laugardaginn 27. september var haldin samæfing björgunarsveita á svæði 11, æfingin var haldin í Hrísey. Björgunarsveitin Súlur á Akureyri sá um skipulagningu á æfingunni en svæðið nær yfir allan Eyjafjörð. Líkt var eftir skipsskaða suðaustan við Hrísey. Leit fór fram á bátum og björgun framkvæmd af landi þar sem síga þurfti niður í fjöru og hífa sjúklingnana upp en þeir voru sex talsins.  Einnig var sett upp eitt hundaverkefni þar sem þrír voru týndir við Lambhagatjörn og gekk það vel. Æfingin gekk í alla staði vel undibúningur hófst þegar sjúklingar skipuleggjendur komu í eyjuna kl 9.45 um morguninn, klukkan 10.30 voru send boð á sveitir á svæðinu og komu um þrjátíu og fimm björgunarsveitarmenn með ferjunni kl. 11.45 og einnig komu Súlur með bát. Æfingin stóð til kl. 16.30 og þátttakendur með öllum voru um fimmtíu talsins og þar af voru fimm frá björgunarsveitinni Jörundi ásamt bát og sexhjóli. Svæðisstjórn setti upp færanlega stjórnstöð í húsi björgunarsveitarinnar í Hrísey og þar höfðu fulltrúar svæðis- og æfingastjórnar aðstöðu og var þetta nýtt sem fjarskiptamiðsstöð og söfnunarsvæði sjúklinga.