Litlu jólin hjá Eyfari

Föstudaginn 14. desember buðu Eyfarsmenn á Litlu-jól. Þau voru haldin í kaffistofu Sæfangs og þangað komu um 120 manns sem gæddu sér á hangikjöti ásamt tilheyrandi meðlæti. Fáir hafa því þurft að elda kvöldmat það kvöldið. Einnig komu jólasveinar í heimsókn og gáfu börnunum nammi í poka. Ragnar Víkingssson spilaði á nikkuna og var heilmikil jólastemming í mannskapnum.Myndir hér