Laus störf við Hríseyjarskóla

Hríseyjarskóli
Hríseyjarskóli

Tvö laus störf eru nú við Hríseyjarskóla.

Um er að ræða 100% stöðu umsjónakennara á yngsta stigi frá 1.ágúst 2023. Um er að ræða ótímabundið starf.

Einnig er auglýst 50% staða stuðningsfulltrúa í ótímabundið starf frá 15.ágúst. Vinnutími er frá 11:00-15:00.

Hríseyjarskóli er samrekinn leik- og grunnskóli og starfa skólastjóri, tveir fagmenntaðir kennara, einn starfsmaður á leikskóladeild, skólaliði, stuðningsfulltrúi og matráður. 

Mikið er lagt upp úr einstaklingsmiðaðri kennslu.

Hríseyjarskóli er í takt við samfélagið í Hrísey í umhverfismálum og þann 31.maí 2005 var Grænfáninn dreginn að húni í fyrsta sinn. Einnig er skólinn heilsueflandi skóli.

Hríseyjarskóli er mikilvægur í samfélaginu og hafa eyjaskeggjar og gestir notið góðs af starfi skólans, t.d er vegleg árshátíð skólans opin öllum, jólaföndur foreldrafélagsins er fyrir alla sem vilja og svo býður skólinn íbúum að taka þátt í ýmsu starfi. 

Endilega kíkið á heimasíðu Hríseyjarskóla.

Allar frekari upplýsingar um starf umsjónarkennar má finna hér og stuðningsfulltrúa hér.

 

Hefur þú spurningar um Hrísey, húsnæði, samfélagið eða hvað sem er? Endilega sendu Ásrúnu Ýr línu á afram@hrisey.is og hún mun svara öllum þínum spurningum.