Laus staða umsjónarkennara í Hríseyjarskóla

Hríseyjarskóli
Hríseyjarskóli

Hríseyjarskóli auglýsir lausa til umsóknar 100% stöðu umsjónarkennara á yngsta stigi frá 1.ágúst 2023. Um er að ræða ótímabundið starf.

Hríseyjarskóli er samrekinn leik-og grunnskóli með 19 nemendur á aldrinum 1-15 ára þar sem hver og einn nemandi fær að njóta sín. Framtíðarsýn skólans er að vera lærdómssamfélag þar sem nemendur, foreldrar og starfsmenn eru virkir þáttakendur og allir sem komi að skólanum á einn eða annan hátt, átti sig á þeim forréttindum sem smæð samfélagsins er og nálægðin við náttúruna býður upp á.

Sjá nánari upplýsingar um starfið á heimasíðu Akureyrarbæjar þar sem sótt er um rafrænt hér.

Upplýsingar um hvernig best sé að bera sig að við flutning til Hríseyjar og svör við spurningum er hægt að fá hjá afram@hrisey.is eða í síma 866-7786 (Ásrún Ýr Gestsdóttir, verkefnisstýra Áfram Hrísey)