Jólaglögg, ljóðalestur og notalegheit í Brekku
19.12.2008
Föstudagskvöldið 19. desember mun Gréta Kristín Ómarsdóttir lesa úr ljóðabók sinni Fósturvísur sem gefin var út þann 5. desember af Populus tremula. Bókin var gefin út í 100 eintökum og er tölusett og árituð. Hvernig væri að mæta í Brekku og hlusta á ljóðalestur og fá sér jólaglögg og piparkökur. Tilvalið fyrir þreyttar húsmæður að líta aðeins upp úr skúringarfötunni. Hægt verður að kaupa bókina og kostar hún kr. 1.000.