Jóla, jóla jóla
03.12.2007
Á laugardaginn var kveikt á jólatrénu á Hátíðarsvæði kl. 18.00. Þangað mættu 45 manns og þegar búið var að kveikja ljósin var dansað í kring um tréð og sungnir nokkrir jólasöngvar. Að því loknu fóru allir og fengu sér heitt súkkulaði og smákökur í Eyjabúðinni í boði Markaðsráðs Hríseyjar. Að sjálfsögðu mættu jólasveinar á svæðið. Myndir frá þessum viðburði eru væntanlegar.Sunnudaginn 2. desember var jólaföndur í skólanum og var vel mætt og mikið föndrað. Nemendaráðið seldi að venju heitt súkkulaði, smákökur og vöfflur.Á sunnudagskvöldið var svo aðventukvöld í kirkjunni kl. 19.30. Þar voru nemendur í skólanum með helgileik, börnin í leikskólanum sungu tvö lög og kirkjukórinn söng falleg jólalög. Ágætis mæting var í kirkjunni og ekki hægt að segja annað en jólastemmingin hafi gert vart við sig.Á þessari upptalningu sést að engum ætti að leiðast í Hrísey þessa dagana. Um næstu helgi er svo kveikt á leiðalýsingunni á laugardaginn og opið í Galleríinu á sunnudaginn.