Íþróttaæfingar Umf. Narfa
08.10.2014
Íþróttaskóli fyrir 5 ára og yngri
Þriðjudaga kl. 15:15 - 16:00. Hefst 7. október.
Æfingagjöld: 2.500 kr. önnin.
Umsjón: Ingibjörg Guðmundsdóttir
Öll æfingagjöld fara í kaup á áhöldum í íþróttahúsið fyrir börn á leikskóla- aldri. Biðjum við foreldra um að aðstoða við uppsetningu og frágang.
Frjálsar íþróttir og leikir fyrir 5 - 11 ára
Miðvikudaga kl. 15:00 - 16:00. Hefst 15. október.
Æfingagjöld: 2.500 kr. önnin.
Umsjón: Berglind Rós og Ingólfur Sigfússon.
Fótbolti fyrir 11 - 16 ára
Miðvikudaga kl. 16:00 - 17:00. Hefst 15. október.
Æfingagjöld: 2.500 kr. önnin.
Umsjón: Ingimar Ragnarsson.
Fjölbreytt þemanámskeið
Í vetur ætlum við að bjóða upp á fjölbreytt þemanámskeið þar sem
kynntar verða ýmsar íþróttagreinar.
Hvert þema verður í 3 - 4 skipti, einu sinni í viku.
6 - 10 ára: fimmtudaga kl. 16:00 - 17:00.
11 - 16 ára: fimmtudaga kl. 17:00 - 18:00.
Hefst 9. október á körfuboltaþema. Umsjón: Böðvar Már Styrmisson.
Æfingagjöld: 2.500 kr. önnin.
Þemanámskeið fyrir fullorðna
Ef nægur áhugi er hjá fullorðnum viljum við bjóða upp á þemanámskeið fyrir fullorðna, 3-4 vikur í hverri grein. Val á íþróttagreinum færi eftir áhuga þeirra sem vilja taka þátt. Áhugasamir hafi samband við Ingólf
í síma 866 8190.
Minnum á að 6 - 13 ára geta notað frístundastyrk frá Akureyrarbæ.
Vonum að sem flestir verði duglegir að hreyfa sig í vetur.
Stjórn Umf. Narfa