Húsfélagið Hákarla- Jörundur

  Í dag var Húsfélagið Hákarla-Jörundur lagt niður. Stjórn húsfélagsins bauð í dag félögum á stuttan fund í Hákarlasafninu, var þetta síðasti fundur félagsins og var félagið lagt niður að honum loknum.


Ásgeir Halldórsson formaður hélt smá tölu og stiklaði á stóru í sögu félagsins og Jónas Vigfússon fyrrverandi sveitarstjóri óskaði Hríseyingum til hamingju með safnið. Áætlað er að ljúka framkvæmdum við lóð safnsins á vordögum og verður safnið þá afhent fasteignum Akureyrar. Að sjálfsögðu var boðið upp á hákarl og brennivín á fundinum og að honum loknum var gestum boðið í kaffihlaðborð á Brekku. Þar voru á boðstólnum hnallþórur og ýmis konar góðgæti að hætti Sigurjónssystra, það klikkar aldrei.

picture_083_120  picture_085_120  picture_087_120

picture_090_120