Velkomin til Hríseyjar.
Von er á miklum fjölda gesta norður í dag og um helgina þar sem vetrarfrí er í mörgum grunnskólum landsins. Í Hrísey er mjög rólegt á þessum árstíma en frábært að ganga um þorpið og eyjuna, kíkja í sundlaugina, Hríseyjarbúðina eða Verbúðina 66. Ferjan Sævar gengur milli Hríseyjar og Árskógssands á tveggja tíma fresti allan daginn og má finna áætlunina hér á síðunni sem og verðskrá.
Hér er að sjálfsögðu passað upp á sóttvarnir og gilda alveg sömu reglur og annars staðar um það, grímuskylda er í ferjunni, Hríseyjarbúðinni, sundlauginni og Verbúðinni 66.
Þjónusta og opnunartímar.
Hríseyjarbúðin
Föstudag kl. 12:00 - 13:00 og 16:00 -18:00
Laugardag kl. 13:00 - 16:00
Sími: 466 1750
Sjálfsafgreiðsluskúrinn við búðina er opinn 24/7.
Nánari upplýsingar um Hríseyjarbúðina
Íþróttamiðstöð/sundlaug
Föstudag kl. 15:00 - 18:00
Laugar- og sunnudag kl. 13:00 - 16:00
Sími: 461 2255
Hér má sjá nánari upplýsingar um Íþróttamiðatöðina
Verbúðin 66/ Restaurant
Laugardag kl. 16:00 - 21:00 (eldhús til 20:30)
Sunnudag kl. 11:00 - 14:00 - Dögurður/Brunch þarf að panta