Hátíðarguðþjónusta

Sunnudaginn 26. ágúst eru liðin 90 ár frá vígslu fallegu kirkjunnar okkar í Hrísey. 

Af því tilefni verður blásið til hátíðarguðþjónustu  á afmælisdeginum kl. 14.00.

Jón Ármann Gíslason prófastur, sr. Hulda Hrönn Helgadóttir fyrrum sóknarprestur Hríseyjar, sr. Oddur Bjarni og sr. Magnús G. Gunnarsson sóknarprestur þjóna – og Solveig Lára Guðmundsdóttir vígslubiskup predikar. 

Kórinn syngur undir stjórn nýja organistans Svanbjargar Sverrisdóttur, sem við bjóðum hjartanlega velkomna.

Að guðþjónustu lokinni verður afmæliskaffi og gleði í íþróttahúsinu 

Hittumst heil og glöð!