Hag(a)fræði víkingaaldar. Dæmi úr Hrísey - Orri Vésteinsson
09.04.2019
Orri Vésteinsson prófessor í fornleifafræði, (ættaður úr Hrísey og eigandi Júlíusarhúss) flytur erindi sitt Hag(a)fræði víkingaaldar. Dæmi úr Hrísey á Verbúðinni 66 laugardaginn 20. apríl kl. 16.00.
Í Hrísey á Eyjafirði hefur varðveist heildstætt garðakerfi frá víkingaöld af sama tagi og þekkt er víða um Norðausturland. Í erindinu verður sagt frá rannsókn sem gerð var á Hvatastöðum sumarið 2018 og varpar m.a. ljósi á tímaröð garðhleðsluframkvæmda í eynni. Af því má draga ýmsar ályktanir um upphaflegt skipulag byggðar í Hrísey og verða reifaðar þær sviðsmyndir sem helst koma til greina.
Í Hrísey á Eyjafirði hefur varðveist heildstætt garðakerfi frá víkingaöld af sama tagi og þekkt er víða um Norðausturland. Í erindinu verður sagt frá rannsókn sem gerð var á Hvatastöðum sumarið 2018 og varpar m.a. ljósi á tímaröð garðhleðsluframkvæmda í eynni. Af því má draga ýmsar ályktanir um upphaflegt skipulag byggðar í Hrísey og verða reifaðar þær sviðsmyndir sem helst koma til greina.
Mjög fróðlegt erindi fyrir alla sem hafa áhuga á sögu Hríseyjar.