Fréttir af Hríseyjarferju
12.12.2023
Vegagerðin sendi frá sér tilkynningu í dag þar sem fram kemur að stofnunin taki yfir reksturinn á Hríseyjarferjunni Sævari frá og með 1.janúar nk.
Kemur þar fram að siglingaáætlun haldist óbreytt frá því sem verið hefur og að heimahöfn verði áfram í Hrísey. Sú áhöfn sem verið hefur undanfarin ár mun halda áfram störfum svo það verða áfram kunnugleg andlit sem bjóða okkur góðan daginn þegar við komum um borð. Haldið verður áfram sama miða-fyrirkomulagi til að byrja með en unnið er að því að setja upp bókunarkerfi.
Hægt er að lesa fréttatilkynninguna frá Vegagerðinni hér.