Frá Júllabúð

Kæru viðskiptavinir.  Eins og margir vita mun Júllabúð taka við rekstri Brekku núna á haustmánuðum.  Þar með verður verslunin flutt í nýtt húsnæði og verða einhverjar breytingar gerðar á henni.  Þar sem nú er stutt í mánaðarmótin erum við farin að pakka hér í búðinni og verður afgreiðslutíminn á næstu dögum því með öðru sniði en venja er.   Frá og með fimmtudeginum 21. ágúst og fram að flutningum verður Júllabúð opin sem hér segir. Mánudaga - Föstudaga: 10:00 - 14:00 Laugardag: 12:00 - 14:00 Sunnudag: LOKAР

Síðasti dagur sem opið verður fyrir flutninga verður svo miðvikudagurinn 27. ágúst næstkomandi.  

Varðandi póstafgreiðslu:

Póstafgreiðslunni verður að sjálfsögðu sinnt að fullu og á meðan búðin er ekki opin verða pakkar bornir út.  Þá verður alla virka daga hægt að hringja í síma 825-1429 milli klukkan 11:00 - 14:00 og óska eftir því að fá pakka senda heim, sem og að pakkar sem senda þarf frá Hrísey verði sóttir heim. Einnig verður hægt að fá frímerki keypt á umræddum tíma með því að hringja í sama símanúmer.  En eins og fram kemur í tilkynningu frá póstinum frá því í vor:

“Starfstími umboðsaðila er frá kl. 11:00 til 14:00 alla virka daga.  Umboðsaðili verður með greiðsluposa og er hægt að ná í hann í síma 825-1429 á ofangreindum tíma.”

Vonum við að þetta hafi sem minnst áhrif á okkur öll og virkilega hlökkum til að hitta ykkur á nýjum stað og takast á við ný og skemmtileg verkefni :)

Það verður svo send út auglýsing með afgreiðslutíma vetrarins þegar hann liggur ljós fyrir.

Með kærri kveðju,

Júlli og Inga