First responder námskeið í Hrísey.
Námsefnið er kennt með fyrirlestrum og verklegri kennslu í formi sýnikennslu og athafnanáms . Haldnar eru tilfellaæfingar þar sem nemendur þjálfast í að greina vandamál og að bregðast rétt við þeim. Um helmingur kennslunnar fer fram utandyra. Í aðdraganda námskeiðsins fá nemendur sent námsefni. Námskeiðinu lýkur með skriflegu og verklegu prófi. Til að útskrifast þurfa nemendur að ná einkunninni 8,0. Þá er einnig horft til þess hvort nemandinn hafi verið virkur þátttakandi á námskeiðinu og frammistöðu í verklegum æfingum.
Það er ljóst að með tilkomu sjúkrabíls í Hrísey og þessa námskeiðs getum við verið töluvert öruggari ef neyðartilvik koma upp. Gott framtak og ástæða til að þakka þessum duglegu einstaklingum fyrir þeirra framlag.