Auglýst eftir Þjónustu- og upplýsingafulltrúa í Hrísey

Þjónustu og skipulagssvið Akureyrarbæjar auglýsir eftir öflugum liðsauka sem hefur það meginhlutverk að veita íbúum og öðrum viðskiptavinum sveitarfélagsins framúrskarandi þjónustu og upplýsingar. Meginstarfsstöð er í Hrísey. 

Í boði er fjölbreytt starf í metnaðarfullu teymi þjónustu og þróunar.

Starfshlutfall er 50% og um ótímabundið starf er að ræða.

 

Helstu verkefni eru:

  • Símsvörun á skiptiborði fyrir allar starfseiningar Akureyarbæjar og margvísleg upplýsingagjöf í gegnum síma, netspjall og tölvupóst.
  • Móttaka og úrvinnsla erinda og ábendinga.
  • Tekur á móti viðskiptavinum sem koma á skrifstofu bæjarins í Hrísey, leiðbeinir og aðstoðar eftir þörfum.
  • Náið samstarf við hverfisráð Hríseyjar, rita fundargerð ráðsins og heldur utan um gögn þess.
  • Innsetning efnis á heimasíðu bæjarins.
  • Öflun frétta, svo sem af mannlífi og þjónustu í Hrísey, textavinna og miðlun á heimasíðu og samfélagsmiðla bæjarins.
  • Dagleg umsjón með skrifstofuaðstöðu og sal í húsnæði bæjarins í Hrísey.
  • Tilfallandi verkefni sem snúa að starfsemi sveitarfélagsins í Hrísey

Menntunar og/eða hæfniskröfur:

  • Stúdentspróf eða sambærileg menntun
  • Reynsla af textavinnu og/eða miðlun upplýsinga er æskileg.
  • Reynsla af símsvörun og/eða framlínustörfum er kostur
  • Reynsla af vinnu við samfélagsmiðla er kostur
  • Góð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg.
  • Mjög góð kunnáta í íslensku og esku í töluðu og rituðu máli er nauðsynleg.
  • Sjálfstæði og skipulögð vinnubrögð og frumkvæði í starfi
  • Mikil samskiptafærni og þjónustulund
  • Gerð er krafa um vammleysi, s.s að vera með gott orðspor og að framkoma og athafnir á vinnustað og utan hans samrýmist starfinu.

Upplýsingar um kaup og kjör veitir launadeild Akureyrarbæjar : launadeild@akureyri.is

Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Þór Kristjánsson forstöðumaður þjónustu og þróunar í síma 460-1022 eða í netfanginu jon.thor@akureyri.is

Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum.

Umsóknarfrestur er til og með 8. nóvember 2022

Sjá nánar á vef Akureyrarbæjar: Umsókn og starfslýsing