Auglýst eftir framboðum í stjórn Þróunarfélags Hríseyjar
20.06.2023
Stofnfundur Þróunarfélags Hríseyjar verður haldinn fimmtudaginn 22.júní klukkan 20:00 í Hlein.
Auglýst er eftir framboðum í fimm manna stjórn. Formaður er kosinn sérstaklega og þess auka fjórir meðlimir sem skipta með sér verkum gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum.
Þau sem ekki sjá sér fært um að mæta á fundinn geta sent framboð sitt á netfangið afram@hrisey.is eða hringt í Ásrúnu í síma 866-7786. Einnig er tekið á móti framboðum á fundinum sjálfum.
Með samvinnu náum við lengra.