Áramót 2008 - 2009

Kveikt verður í áramótabrennu á gamlársdag kl. 17:00. Að þessu sinni verður brennan á gömlu ruslahaugunum, boðið er upp á "sætaferðir" frá Eyjabúðinni kl 16.45. Venju samkvæmt heldur Ungmennafélagið árshátíð sína um áramótin en þó verður áramótaballið með heldur nýju sniði í ár. Nú er komið að því sem allir hafa beðið eftir. FYRSTI DANSLEIKURINN Í NÝJA HÚSINU OKKAR!!!! Nú er ekki eftir neinu að bíða og því um að gera að taka kvöldið frá, pússa dansskóna og pressa sparifötin, því nú verður tjúttað. Hið landsþekkta gleðiband STORMSVEITIN mun halda uppi fjörinu fram eftir kvöldi. Hefst ballið kl. 01:00 á nýju ári og eru menn hvattir til að mæta tímanlega til að fá sæti og stæði á dansgólfinu.Verðinu verður að sjálfsögðu stillt í hóf eða 2500 kr fyrir skemmtunina.