Áfram verður fiskvinnsla í Hrísey.

Útgerðarfélagið Hvammur verður rekið áfram og verður öllum starfsmönnum boðin endurráðning. Fyrirtækið K&G í Sandgerði hefur keypt allar eignir og kvóta Hvamms. Þröstur Jóhannsson mun reka harðfiskvinnsluna áfram undir nafninu Hvammsfiskur. K&G rekur útgerð og fiskvinnslu í Sandgerði og þar starfa um 30 manns. Eigendurnir koma norður eftir helgina og skýrast þá málin betur.