10 ára grautarafmæli.

Grautardagur
Grautardagur

Nú eru 10 ár síðan stjórn Ferðamálafélagsins bauð fyrst upp á graut, laugardaginn 7. apríl var afmælisgrautur í Hlein en fyrsti grauturinn var 19. apríl 2008. Í gestabókina eru skráðir 3113 manns sem hafa komið og borðað með okkur graut og slátur, búið að sjóða graut úr ca 107 kílóum af hrísgrjónum og 756 lítrar af mjólk hafa farið í graut og með. Þetta eru að meðaltali 49 manns í hvert skipti og sérstakir grautardagar eru þorrablótsgrauturinn og möndlugrauturinn en það eru fjölmennustu grautardagarnir. Grautardagar eru fyrsta laugardag í mánuði frá október til apríl nema annað sé auglýst.

Í afmælisgrautnum var boðið upp á snafs og súkkulaði á eftir og nammi fyrir börnin, fámennt var en góðmenn. Við viljum þakka fyrir góðar og skemmtilegar stundir á þessum tíu árum og hlökkum til að sjá ykkur aftur í október.

Til gamans má segja frá því að Landinn heimsóttir okkur í möndlugraut 2013 hér má sjá frá þeirri heimsókn:
http://www.ruv.is/frett/grauturinn-thjappar-eyjaskeggjum-saman

Stjórn Ferðamálafélagsins.