Hrísey er einstök í sinni röð, sannkölluð perla Eyjafjarðar. Þar er mannlífið blómlegt, útsýni stórfenglegt um allan fjörðinn og fuglalíf fjölskrúðugt.
Ný gönguleið hefur verið tekin í notkun meðfram vesturströnd Hríseyjar. Á þeirri leið er gömul aflögð steypustöð sem nú hefur verið breytt í áningarstað.
Danshátíðin verður haldin í sjötta sinn 2025 15. - 16. ágúst.
Rúnar Þór og TRAP, Stulli og Tóti , Einar Guðmundsson harmonikkuleikari ásamt öðrum viðburðum sem verða auglýstir síðar